Thursday, January 29, 2009

Þorramas

Kominn tími á nýja bloggfærslu-er það ekki bara…? Allt er svosem gott héðan. Þorvaldur Örn er búinn að fara þrjá heila daga einn og óstuddur í skólann og líkar bara ágætlega. Hann er til skiptis 2 daga aðra vikuna og 3 hina og er einmitt á morgun líka. Hann fer m.a. í bóksafnstíma og leikfimi-sem á nú vel við minn mann sem vill stanslaust vera á iði. Reyndar tilkynnti hann mér að honum þætti leikfimiskennarinn sinn eiginlega aðeins of stjórnsöm, hún vildi ráða öllu...hmm...ég reyndi að útskýra fyrir honum að þannig væri það nú eiginlega alltaf í skóla, það væri einn fullorðinn kennari sem vildi ráða öllu, þannig væri það nú bara;-)
Maður kemst líka að því hvað maður er vanafastur þegar maður kynnist nýjum siðum í nýju landi. Hér er t.d. nestismenning ráðandi í skólum. Ég hafði svolitlar áhyggjur af Þorvaldi Erni vegna þess, veit að hann fær góðan heimaeldaðan og heitan mat í sínum leikskóla heima og er vanur því en nú verð ég að treysta því að barnið borði það sem ég sendi með honum og borði sig saddan af því. Og hingað til hefur þetta allt saman sloppið fyrir horn, verð samt að viðurkenna að ég er hrifnari af matarfyrirkomulaginu á Íslandi…mun minna vesen fyrir alla;-)

Ég notaði tækifærið verandi barnlaus heima í dag og kíkti aðeins í búðir (gengið líka hagstæðari en verið hefur…*hóst*) Gerði ágætis kaup og ekki orð um það meir:-) Svo heimsótti ég Þorvald í skólann, hann var í eyðu og við borðuðum saman í matsölunni þarna sem samanstendur af skrilljón tegundum af matsölustöðum og einum góðum matsal til að snæða öll herlegheitin í. Við kíktum líka á bókasafn skólans sem er á fimm hæðum, takk fyrir og bókafjöldinn eftir því. Mjög flott. Mér finnst alltaf svo frábært á bókasöfnum, eitthvað svo mikill sjarmi og notalegheit yfir þeim.

Svo erum við búin að planleggja dagsferð til Toronto um helgina:-) Vorum eitthvað að vesenast inn á einhverjum rútusíðum en ekki búin að kaupa miða, svo sér Þorvaldur fyrir tilviljun auglýsta ferð í skólanum og stökk á hana og gerði góð kaup þar. Þetta tekur ca 1 tíma og 40 mín með rútu og verður bara gaman er ég viss um. Stefnan er að skoða Royal Museum of Ontorio og ná bæjar/kaffihúsarölti. Meira held ég nú að vinnist ekki tími til í þetta skiptið-en það í allt í lagi af því við förum örugglega aftur til Toronto.

Kærar kveðjur héðan úr vetrarríki, vona að þið hafið það gott í stjórnleysinu þarna heima:-)
Magga&Þorvaldar

No comments:

Post a Comment