Monday, February 23, 2009

Ferðasagan:-)

-Ég verð nú bara að segja VÁ. Og aðeins meira VÁ. Ég hafði heilmiklar væntingar til New York borgar og hún stóð algerlega undir þeim og meira til. Þessi borg er bara mögnuð, segi og skrifa mögnuð. Þarna gæti ég sko eytt heilmiklum tíma og sjálfsagt öðru eins af peningum því borgin flotta er frekar dýr (og Manolo Blahnik var ekki á okkar budget í þetta skiptið...) En sem sagt, borgin er frábær og ég mæli eindregið með henni. Og þá að frekari smáatriðum ferðarinnar:-) Við sem sagt lögðum af stað Guelph-Toronto á mánudagsmorgni í prýðisveðri, röltum upp í háskóla hvaðan rútan fór (svona Greyhound rúta ef e-r kannast við þær). Við vorum reyndar ansi tímanlega á þessu rölti sem skýrist kannski af noju minni við að missa af rútunni (og þar með fluginu og þar með New York) og ekki síður vegna þess að allir voru orðnir leiðir á að bíða heima og mun betra að sitja í rútuskýli og eyða slatta af mínútum í vísbendingaleik. Rútan kom svo auðvitað á endanum og við brunuðum í miðbæ Toronto aðeins til að taka þaðan aðra rútu út á flugvöll. Meiri bið á flugvellinum, öryggishlið og vesen eins og gengur en svo tókum við loks þessa fínu flugvél og lentum á JFK eftir ca 2 tíma ferð. Þá var klukkan orðin 6 að kveldi og við ákváðum að hóa í einn ekta gulan TAXA áleiðis á hótelið og fengum þá snarbrjáluðustu leigubílaferð sem ég hef upplifað, ég var eiginlega í hálfgerðu flisskasti alla leið yfir keyrslulaginu á manninum því þetta var eins og Þorvaldur orðaði það; ,,Eins og hann sé í tölvuleik maðurinn”-það var bara brennt fram úr og troðist milli bíla, flautað og flautað meira og gefið grimmt í, ég leyfi mér að efast um að bílstjórinn hefði getað keyrt öllu hraðar þótt hann hefði verið að flytja okkur með hjartastopp á sjúkrahús. En sem betur fer enduðum við nú bara á President hótelinu á Manhattan sem er staðsett rétt við Times Square. Og það svæði bókstaflega iðar allt, við tókum smá kvöldrölt eftir inntjekkun og vissum eiginlega ekki hvert við áttum að glápa því alls staðar blikkuðu ljós og alls staðar var hávaði og e-ð að sjá. Og haugur af fólki, alls konar fólki, alls staðar. Eftir aðeins meira rölt og smá át strolluðum við, dasaða fólkið úr sveitinni;-) upp á hótel og sofnuðum vært.
Dagur 2 hófst snemma með heimsókn á morgunverðarstað handan götunnar (Steina frænka fær meira kredit fyrir góða ábendingu þar, sem og víðar). Eins og sumir sem þetta lesa kannski vita þá elska ég góðan morgunmat og þarna hlóðum við batteríin vel fyrir komandi dag, Þorvaldur Örn átti samt vinninginn þar með góðan skammt af eggjum og beikoni (gott að vera ennþá á því stigi að vaxa upp en ekki til hliðanna...;-) Jæja, svo var labbað af stað. Labb var án efa lykilorð ferðarinnar og í ljós kom að regnhlífarkerran góða borgaði sig upp á fyrsta degi, ekki sjens að við hefðum komist allt sem við fórum án hennar. Við byrjuðum á Empire State byggingunni enda veðrið frábært og útsýnið ennþá betra, geggjað að sjá borgina svona vel til allra átta og þessi bygging er náttúrulega magnað mannvirki og einstök sem slík. Svo var labbað víðar, farið í Rockefeller Centre og skautasvellið skoðað og svo tekið gott stopp í Barnes and Nobles risabókabúð sem á vegi okkar varð. Þar keyptum við okkur öll bækur (þemað var New York, svo frumleg við fjölskyldan;-) Eftir bókabúðina var labbað ofar og farið í hestavagnaferð um Central Park. Sá garður er ennþá stærri en ég hafði ímyndað mér og það var ótrúlega gaman að feta þar um (fyrst í vagninum og svo á eigin tveimur), veðrið var svo gott og ekki margir á ferli og þetta er bara ótrúlega flottur staður. Og eflaust ennþá flottari þegar allur gróðurinn nýtur sín. Þarna fórum við Þ.Ö. í 100 ára gamla hringekju og skemmtum okkur bæði tvö (vorum í villtu stóði eins og sá stutti orðaði það;-) Frá hringekjunni strolluðum við á Metropolitan safnið og vildi þá svo skemmtilega til að það var frítt inn þann daginn, ekki amalegt það. Við vorum annars svoldið að upplifa okkur eins og art-hraðlest þarna á safninu, þetta er náttúrulega alveg magnað safn og RISA stórt og auðvitað þarf maður marga daga til að mastera það. Þann tíma höfðum við bara ekki og þess vegna var ákveðið að taka bara kæruleysið á þetta, rölta bara um hingað og þangað (ekki eins og við hefðum séð neitt af öllu þessu áður hvort sem er) og reyna bara að absorba allt sem fyrir augun bar eins mikið og hægt var. Frá safninu var stefnan svo tekin þvert í gegnum C.P. og svo labbað að vestanverðu niður áleiðis að hótelinu aftur. Af því kvöldin sem við höfðum til ráðstöfunnar í borginni voru 3 ákváðum við að hvert okkar mætti velja einn veitingastað. Ég byrjaði og hvað annað en asískan mat á minn disk. Hann fundum við á veitingastað sem mælt var með í e-i túristabókinni, heitir Bangkok House og er rétt hjá hótelinu og maður minn og lifandi hvað maturinn var góður! Vá, mæli með þessum stað-ekki vafi. Enginn sérstakur barnamatseðill reyndar í boðinu en Satay-kjúlli á grillpinnum sló í gegn hjá Þorvaldi Erni og eldri Þorvaldur sagðist aldrei hafa smakkað betri kjúklingarétt en þann sem hann valdi sér. Ég valdi mér að sjálfsögðu núðlur með sjávarfangi og ætla ekki að fara út í nánari lýsingar á þeim rétti hér þar sem mig langar hrikalega í hann aftur og það er grænmetissúpa og spæld egg á borðum í Kanada í kveld...
Allaveganna. Næsta dag tókum við rútu með guide, svona Sightseeing rútu þið vitið. Veðrið var leiðinlegra en daginn áður og fínt að byrja svalan dag í heitri rútu. Leiðsögumaðurinn sem við fengum var alger snillingur, bara svona venjulegur New York búi sem sagði manni fullt af hlutum um borgina-ekki bara tölulegar staðreyndir heldur líka svona skúbb-hluti á mannamáli og svo var hann fyndinn á köflum líka sem var ekki verra. Við fórum út neðarlega á Manhattan (vissuð þið að Manhattan er 59.47 km²? Spurning dagsins er þess vegna: Hvað er Vatnsnesið stórt?) og byrjuðum á því að kíkja á Ground Zero. Það verður reyndar að viðurkennast að við nenntum nú eiginlega ekki að skoða það svæði mjög nákvæmlega, enda veit ég svo sem ekki nákvæmlega hvað er þar að skoða, við sáum bara vel afgirt byggingarsvæði...en auðvitað er staðurinn merkilegur útaf fyrir sig. Og hrikkkalega góður samlokustaður þar rétt hjá þar sem kaffibollarnir eru eins og súpuskálar sem er gríðarlega jákvætt í mínum huga. Við löbbuðum þaðan yfir Brooklyn brúna (1.825 m skv.upplýsingum) og það er virkilega gaman að því (muniði ekki eftir þegar Miranda og Steve hittust þar...?;-). Reyndar ekki eins gaman að veðrinu því á bakaleiðinni yfir brúna fór að slydda á okkur og slyddan varð svo að rigningu sem kom til með að endast restina af deginum...svo að útsýnið þennan daginn var nú faktískt ekki upp á marga fiska. En skítt með útsýni, hver þarf það...ehehe? Svarið við þessari spurningu fékkst þegar við tókum ferjuna yfir til Staten Island og reyndum með góðum vilja að sjá Frelsisstyttuna...ok, við sáum hana en svona kannski mest af því að við vildum sjá hana og vissum af henni þarna;-) Þessu vandamáli var svo reddað seinna í ferðinni með því að fjárfesta í verrrulega stóru og góðu póstkorti af þessari ágætu konu með kórónuna sína og kyndilinn. Eftir ferjutúrinn var labbað af stað og markmiðið var að Þorvaldur Kristjánsson veldi veitingastað á leiðinni heim. E-r valkvíði var hins vegar að hrjá húsbóndann þetta kvöldið og þegar við vorum komin alla leiðina upp í Greenvich Village hverfið var ástandið orðið frekar krítískt, allir blautir, svangir og labbþreyttir. Ákveðið var að taka einn gulan og veitingastaður valinn nálægt hótelinu úr bókinni góðu. Sá reyndist vera fullbókaður og stemmingin í hópnum varð ennþá dræmari fyrir vikið...fyrir lán og lukku fundum við samt rosa fínan ítalskan stað (Þ.K. ætlaði alltaf að velja einn slíkan) og átum okkur þar pakksödd og sæl. Og ekki spillti fyrir að húsbóndinn var svo sætur að panta Cosmopolitan handa okkur tveimur -sem er alveg snilldar góður drykkur og greinilega ekki bara flottur og frægur. Fyndið samt að hann minnti okkur aðeins á ákveðinn skagfirskan landadrykk..hehehe;-)
Jæja. Síðasti dagurinn rann upp bjartur og fagur og við af stað vopnuð kerrunni góðu. Byrjuðum í MogM búð á þremur hæðum takk fyrir sem er rétt hjá hótelinu. Gríðarlega vinsælt fyrirbæri hjá Þorvaldi Erni og verður að segjast eins og er að þetta er auðvitað snilld útaf fyrir sig. Bara það eitt að láta sér detta í hug vörur allt frá jólaskrauti upp í skartgripi upp í alklæðnað á hunda sem tengjast þessu sælgæti er snilldarlegt og auðvitað brjálæðislegt líka. Og það var gaman að skoða þá snilldarlegu brjálsemi. Næst á dagskrá var Metro ferð niður á Union Square. Þaðan var labbað niður í Kínahverfið-sem er brillíant hverfi, við römbuðum beint inn á e-r matarmarkað og ég vissi ekki hvað helmingurinn hét af öllu þessu dóti sem var á boðstólum. Þröngar götur, kínversk skilti, kínverskt dót og auðvitað Kínverjar og fullt af þeim. Magnað allt saman. Á bakaleiðinni var komið við á svona gamaldags Diner og við Þorvaldur Örn fengum okkur ekta milkshake, hrikalega góður og gressilega fullur af kaloríum...og talandi um kaloríur þá bættum við nokkrum slíkum við í Magnolia Bakery í Greenvich Village þegar við keyptum okkur alvöru cup-cake svona upp á stemminguna;-) Metroið var svo tekið til baka upp á Upper West þar sem við ætluðum að skoða safn sem er sérhannað fyrir börn. Því miður höfðum við bara ekki nógu langan tíma þar sem skrifast á okkur foreldrana þar sem við föttuðum ekki alveg hvað tímanum leið og smá villutúr með Metro-inu var ekki til að bæta ástandið. En safnið er alger snilld og hefði verið stuð að geta stúderað það miklu betur. En klukkan 5 var lok og læs og við urðum að kyngja því. Og þá var komið að Þorvaldi Erni að velja veitingastað. Og hann tók hlutverkinu af fullri alvöru, vissi að sig langaði í hamborgara en staðarvalið reyndist vandasamt. Að lokum enduðum við á ekki ófrægari stað en MacDonalds og þar sem Þ.Ö. hefur aldrei áður farið á slíkan stað var ekki slorlegt að byrja í NYC. Hann var líka kampakátur með sitt barnabox og enginn fór svangur út.

Þetta fer nú annars að verða dáldið langt mál hjá mér, ég sé það núna, enda er nú svo sem flest upptalið sem við gerðum og sáum í þessari frábæru ferð. Þannig að til að enda þetta einhvern tímann þá er skemmst frá því að segja að við komust öll heil og höldnu heim aftur til Guelph og Kanada tók á móti okkur með kulda og snjó. Helgin leið og bolludagurinn er að klárast í þessum orðum töluðum. Við Þ.Ö. versluðum það sem okkur fannst líkjast bollum mest og redduðum þessu fína bollukaffi. Saltkjöt hins vegar finnum við trúlega ekki hér fyrir morgundaginn...það bíður mín í frystikistunni heima hins vegar ásamt slátrinu og bjúgunum og saltfiski og lambahakki og folaldakjöti og fleiru góðu. Spurning um að hafa þjóðlegt hlaðborð þegar heim verður snúið;-)
Og til að slútta þá bara ítreka ég það að þeir sem hafa möguleika á að heimsækja New York ættu endilega að gera það, þetta er gríðarlega skemmtileg borg að skoða og upplifa. Hún er óneitanlega frekar dýr en hverrar krónu virði.
Svo óska ég ykkur góðra bollna í dag, góðs saltkjöts á morgun og góðs veðurs á öskudaginn með alla sína 18 bræður:-)
Knús frá Kanada (og uppsafnað frá því í New York)

Magga&strákarnir

Sunday, February 15, 2009

Í ferðahug

Hvað get ég sagt nema New York, New York!! Loksins er sem sagt komið að því, við erum að fara til Stóra Eplisins og það barasta á morgun. Við erum öll spennt fyrir þessari ferð, Þorvaldur Örn sér fyrir sér M&M búð og hestavagnaferð í Central Park og það gerum við Þorvaldur K. reyndar líka-ásamt fleiru sem á dagskrá er.
En svo ég tali nú um e-ð annað en borgarferðina þá kom svona smá bakslag í skólagleðina hjá litla guttanum á fimmtudaginn. Þá var hringt í mig rétt fyrir 9 og bara sagt að hann væri ekki alveg að finna sig í dag, hvort ég gæti komið. Og ég náttúrulega fór og hitti minn mann sem var frekar lítill í sér og vildi alls ekki að ég færi. Það átti að vera smá Valentínusar-,,veisla” fyrir þau síðast um daginn og hann langaði nú svoldið að kíkja á það. Þannig að þetta endaði með því að ég var allan daginn í skólanum að skottast með stráknum mínum. Ágætis skóli alveg, ég held bara að honum finnist svo fúlt og glatað að geta ekkert tjáð sig við neinn, þótt að öllum kennurum beri saman um að hann geti alveg skilið það sem er um að vera þá náttúrulega getur hann ekki svarað eða tekið fullan þátt í því sem gengur á. Föstudagur var annar skóladagur og þegar það var svona klst eftir af deginum þá hringir skólinn í mig og þá langar Þorvald Örn að heyra í mér. Og við spjöllum aðeins saman, hann vildi bara að ég kæmi og næði í sig strax en ég gat talið hann á að klára daginn og hann var sáttur við það þegar upp var staðið. Vona bara að þessi frívika í NYC virki vel á skólagleðina hjá honum og hann verði tilbúinn að mæta næst þegar við komum aftur. Skil hann að sumu leyti samt mjög vel, mér þætti örugglega ekkert rosalega skemmtilegt að vera í t.d. rússneskum skóla og geta ekkert spjallað við neinn…en eins og ég hef sagt þá finnst mér mikilvægt að þetta geti gengið vel hjá honum og hann geti hitt og leikið sér við jafnaldra sína.

Í gær fórum við svo niðrí bæ og byrjuðum á því kíkja á Farmer´s Market. Það er mjög gaman að kíkja á hann, við höfum einu sinni áður farið og þetta er verulega sniðugt fyrirbæri. Alls konar dót, aðallega matur (kjöt, fiskur, grænmeti, ávextir, bakstursvörur…o.sv.fr.) á boðstólum og ýmislegt sem maður sér ekki oft m.a. alls konar vörur úr bæði sauða- og geitamjólk, hefur e-r t.d. smakkað ís úr geitamjólk?:-) Gaman að þessu og greinilega er þetta að svínvirka, alveg fullt af fólki sem mætir þangað og kaupir frekar beint af býli heldur en úr búð. Eftir að hafa sest aðeins niður, drukkið kaffi og spjallað aðeins við einhverja staðarbúa (allir voða kammó hérna) þá röltum við að finna rútustöðina (BSÍ þeirra hérna í Guelph). Þar keyptum við okkur miða til að komast nú örugglega til Toronto á morgun og líka heim á föstudaginn. Verðlagið aðeins undir því sem er heima (amk síðast þegar ég ferðaðist með rútu þar-sem er nú kannski ekkert til að miða við lengur…)
Og eins og ég minntist á um daginn þá fannst mér nauðsynlegt að fjárfesta í regnhlífarkerru fyrir guttann áður en út í stórborgarröltið væri haldið. Við lögðum því af stað í hina frábæru verslun Zellers þar sem hægt er að kaupa u.þ.b. allt en gæðin eru kannski ekkert til að fara heljarstökk yfir. Kerruna fundum við og þetta var reyndar alveg bráðfyndið allt saman. Þorvaldur Örn er náttúrulega að verða 5 ára og stór eftir aldri (hefur stærðina trúlega ekki frá móður sinni...)þannig að fyrst höfðum við augastað á kerru sem var frekar stór og hentaði honum ágætlega en hann var ekkert rosalega hrifinn af henni sjálfur, auk þess sem hún var helmingi dýrari en minni kerrur sem voru í boðinu líka. Hann hálftróð sér í eina slíka og fannst hún frábær og af því að ég sé ekki fram á notkun á þessum kerrugrip mikið umfram þessa borgarferð var ákveðið að spara pening og splæsa í eina af minni (og ódýrustu) gerðinni. Þannig að við strolluðum flissandi útúr búðinni með þetta fína farartæki og mér leið næstum því eins og ég væri að keyra pabba hans, því kerran er vissulega lítil og barnið vel stórt;-) En fyrir vikið getur hann hvílt sig aðeins á labbi í NY og við komumst hraðar yfir með hann í þessu kerruskrípi.

Svo í dag þá fór húsbóndinn aðeins í skólann en honum hefur tekist það sem hann ætlaði sér í lærdómi áður en frívikan kæmi og húrra fyrir því. Við Þorvaldur Örn dunduðum okkur á meðan við að pakka niður þeim þvotti sem þurr var orðinn, skila á bókasafnið og svo horfðum við (lesist aðallega ég) á Söngvakeppni Sjónvarpsins frá því á laugardaginn.
Þannig að svona er staðan núna, ferðalagið hefst snemma á morgun og JIBBÍ fyrir því. Læt kannski heyra frá mér ef tækifæri býðst meðan á dvölinni þarna stendur, annars bara þegar heim er komið.

Vona að þið séuð öll spræk og hafið það sem allra best, til sjávar og sveita:-)
-knús að vestan frá okkur
Magga&Þorvaldar

Tuesday, February 10, 2009

New York a naestunni

Nu sit eg herna i tolvuveri bokasafns skolans (hans Thorvaldar K sko). Aetladi ad virkja islenskt lyklabord svo tad yrdi skemmtilegra ad lesa tetta en eg er ekki alveg viss um hvernig tad er gert tannig ad tetta verdur ad duga. Skoladagur hja Thorvaldi Erni i dag og vid lobbudum/ runnum tangad adan, tvi nu er hlaka herna og varla staett a halku. Reyndar a svo e-d ad kolna aftur tannig ad tetta stefnir i aframhaldandi rennsli eftir gangstettum:-)
Helgin sidasta var roleg, forum aftur i sledabrekkuna godu a fostudagskvoldid og tad var mjog gaman. Tad voru mjog fair a ferli tar a teim tima svo vid hofdum eiginlega stadinn utaf fyrir okkur. Thorvaldur Orn vildi endilega profa brettabraut sem er vid hlidina tar sem vid rennum okkur og vid leyfdum honum tad...saum svo a eftir honum a milljon og sjotiu km hrada bruna tar nidur og ta mundi eg ad tad er svona sma stokkbretti tarna...litli kallinn natturulega brenndi beint a tad og flaug af...oabyrgu foreldrarnir hlupu nidur til ad meta skadann sem reyndist ekki vera mikill og lagadist eftir nokkur tar-sem betur fer;-)
Svo a laugardaginn kiktum vid adeins nidur i bae og aetludum ad skoda stora og myndarlega kirkju sem er herna en hun reyndist vera hardlaest. Ta aetludum vid ad fara a uppahaldskaffihusid okkar herna en tad reyndist fullsetid og ekkert plass fyrir okkur...tetta var sem sagt svona dagur tar sem ekkert er almennilega ad virka (vorum sko buin ad missa af straeto lika). En vid skundudum bara a annad kaffihus i stadinn og kiktum i flottu bokabudina sem er tar rett hja. Tannig ad tetta bjargadist allt saman fyrir horn.
Sunnudagurinn var somuleidis tidindalitill, Thorvaldur K er a milljon i skolanum, allt a fullu ad gera tar tessa dagana tannig ad hann for a skrifstofuna fyrir hadegi. Vid maedginin vorum i sma heimaskola a medan. Svo var tolt yfir i stormarkad og verslud stigvel a guttann, akvadum ad skilja Nokia gomlu eftir heima og redda okkur her med einhverjum odyrum bomsum. Sem vid og gerdum, fundum aegilega fin vadstigvel og allir sattir. Enda veitti ekki af, kuldastigvelin alveg a sidustu metrunum og vorid ad koma;-)
Gaerdagurinn var svo bara venjulegur, vid voknudum og Thorvaldur K for i skolann. Vid maedginin vorum heima, reyndar ekki skolatimi hja okkur tar sem vid vorum svo dugleg um helgina. Dundudum inni og forum i godan gongutur enda frabaert vedur. Kiktum svo a vef Namsgangastofnunnar e.h., fullt af skemmtilegu doti tar ad gera og Thorvaldur Orn er mjog hrifinn af svona nams-tolvuleikjum. Svo kom Thorvaldur heim ur skolanum og seinniparturinn leid i rolegheitum. Fiskmaltid vikunnar var svo snaedd i gaerkveldi, fiskur er dyr herna og ekkert vodalega godur, amk ekki hvitur fiskur sem madur kaupir i budinni. Vid keyptum e-n timann fisk (sem eg veit ekki islenska heitid yfir) og aetludum nu aldeilis ad steikja hann og hafa godan. Attum ekkert rasp, tannig ad akvedid var ad nota kornflex i stadinn og ollu draslinu skellt a ponnunum eins og venjan er. I stuttu mali ta hef eg aldrei sed jafn mikid vatn koma ur neinu daudu sjavardyri og vid fengum tarna sod-steiktan fisk med blautu kornflexi sem bragdadist ekkert svakalega vel...sidan hefur verid keyptur lax einu sinni i viku og engir sjensar teknir, bara sodid i potti og kartoflur med. Matur yfirhofud er reyndar frekar dyr herna og vid reynum ad fara ekki of oft i budina. En eitthvad verda vist allir ad borda og engar ahyggjur mamma ef tu lest tetta, vid erum ekki ad veslast upp ur sulti herna:-)
Tad sem er annars adallega i frettum tessa dagana er ad sjalfsogdu New York ferdin i naestu viku!! Vid fundum tokkalega odyrt flug og gistingu a mjog godum stad (takk Steina fraenka fyrir abendinguna) og hlokkum oll mikid til ad fara. En planid er sem sagt ad taka rutu hedan til Toronto og fljuga tadan og vera 5 daga (eiginlega bara 3 i borginni af tvi vid fljugum seint tangad og snemma til baka). Og tad er kominn listi yfir hluti sem okkur langar ad sja og gera en ekkert er alveg neglt ennta eftir dogum. Vid aetlum bara ad taka algera turista a tetta, (enda erum vid algerir turistar ) og sja og skoda eins mikid og vid getum. A listann er komid: Central Park, Metropolitan safnid, Frelsisstyttan, Empire State byggingin, Soho, Brooklyn bruin og svo natturulega Times Square. Einhvad verdur svo bordad og skodad svona utan dagskrar eins og alltaf er. En eins og eg segi ta finnst mer tetta mjog spennandi borg og hlakka tvilikt til ad skoda hana. Reyndar setur tessi ferd akvedna laerdomspressu a husbondann af tvi eins og eg sagdi ta er allt a skrilljon nuna i skolanum hja honum i verkefnaskilum og midvetrarprofum hingad og tangad, tannig ad trulega verdur hann ad laera eins og hann getur um helgina adur en vid forum og svo aftur tegar vid komum. En tad bjargast orugglega:-)

Vona ad ykkur lidi ollum vel, hvar sem tid erud stodd og endilega kommentid, tad er svo gaman ad heyra fra ykkur:-)
Knus fra Kanada;
Magga&Thorvaldar

Wednesday, February 4, 2009

Helgin í miðri viku og fleira...

Góða kvöldið!
Þá kemur smá skýrsla um það helsta sem við höfum afrekað síðan síðast:-)
Á laugardaginn skelltum við okkur til Toronto. Farið var í rútu (sem var reyndar svona skólabíll, gulur og fínn og alveg eins og í Simpsons fyrir þá sem kannast við slíkt, nema að bílstjórinn hét ekki Ottó…) Allaveganna. Við vorum búin að ákveða fyrirfram að skoða ROM (Royal Museum of Ontario) og sú ákvörðun reyndist vera býsna góð þegar á hólminn kom þar sem veðrið leyfði ekki mikið rólegheitarölt, á meðan við strunsuðum áfram í leit að lestarstöðinni hélt ég að fésið myndi frjósa af mér…en það tolldi á sem betur fer og stöðina fundum við og tókum metróið á safnið góða. Þetta er mjög flott safn, riiiiisastórt og fuuuuulllllt að skoða þarna. Við byrjuðum reyndar á veitingastaðnum þar sem allir voru orðnir glorsoltnir og lítt hæfir til annarra verka fyrr en maginn fengi sitt. En svo lá leiðin í risaeðludeildina, eygypsku deildina, inkadeildina, grísku deildina og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er líka vel gert við börn, fullt af sniðugu safna/vísindadóti fyrir þau að skoða og fikta í, enda lærir maður mest af slíku, ekki bara horfa í gegnum gler á gamalt dót…
Að öðrum deildum ólöstuðum held ég að risaeðludeildin standi uppúr eftir þennan dagspart þarna á safninu (sem reyndar spannaði milljónir ára og mörg menningarsamfélög þegar ég hugsa út í það…)
Um borgina sjálfa er það annars að segja að hún er vissulega stórborg og allt andrúmsloft og umhverfi markað af þeirri staðreynd. Við náðum aðeins að upplifa stemminguna með smá kaffihúsarölti eftir safnferðina og svo annarri metróferð til að kíkja á markað sem er mælt var með í túristaupplýsingum. Markaðurinn var mjög flottur, aðallega matur á boðstólum og við fjárfestum í ostum, salami og brauði. Þorvaldur Örn var á þeim tímapunkti orðinn frekar þreyttur og tíminn sem við höfðum til umráða við það að renna út, þannig að markaðurinn var skannaður fremur hratt og svo skálmað til baka í gula skóla/rútubílinn. Sá stutti svaf líka alla leiðina heim og foreldrarnir voru í svipuðum gír sömuleiðis. En dagurinn var góður og ferðin vel þess virði og þá er smá þreyta nú vel réttlætanleg. Nú hefur maður aðeins hugmynd um hvernig þessi borg lítur út og hvað er þar hægt að brasa.

Sunnudagurinn reyndist vera heitasti dagurinn sem við höfum fengið hér í Kanada. Veðrið var alveg frábært, sólin skein og enginn vindur, snjórinn bráðnaði á húsþökum og við Þorvaldur vorum reyndar sammála um að þetta minnti okkur bæði á ákveðna gerð af íslensku útmánaðaveðri...mig fór bara að langa norður á Vatnsnes í volgar kleinur og ískalda mjólk;-) Við ákváðum að nota veðrið og fá okkur góðan göngu/sleðatúr. Fundum rosa flotta brekku í almenningsgarði hér aðeins í burtu og tókum nokkrar góðar sallibunur í henni, Þorvaldur Örn náttúrulega aðalmaðurinn í því. Við þessi eldri fengum reyndar náðarsamlegast að fljóta með í nokkur skipti. Svo ætluðum við að rölta e-ð aðeins meira og fórum í skógargöngu í skóg sem var þarna alveg við brekku-garðinn. Þetta reyndist vera risastór skógur og ég hélt á tímabili að við kæmumst aldrei útúr þessum ósköpum, ég er ekkert rosalega hrifin af skógum svona almennt séð og mér var farið að þykja nóg um. Þorvaldi fannst það bara fyndið, so much fyrir skilning á þeim bænum…enda komumst við svo sem útúr þessu fyrir rest en þá vorum við auðvitað komin lengst í burtu að heiman svo við tók heillangt þramm til baka. Sem auðvitað var bæði hressandi og hollt í þessu góða veðri. Ég ákvað svo um kvöldið að taka einn skokk hring í tilefni veðurblíðunnar og komst alveg ókalin frá því;-)

Mánudagurinn komst svo mjög nærri sunnudeginum að veðurgæðum. En ef e-ð er að marka íslensku vísuna um kyndilmessu sem og múrmeldýrið Phil þá ku það ekki vera mjög jákvætt svona upp á veðurfarið næstu vikurnar…æi, ég nenni nú ekkert að vera að stressa mig yfir því, það kemur allt í ljós. Maður hefur a.m.k. afsökun að hanga í verslunum ef veðrið er leiðinlegt…hehehe;-)

Gærdagurinn var síðan skóladagur hjá Þorvaldi Erni. Og hann stendur sig ótrúlega vel krakkinn, er farinn að pikka upp eitt og annað úr engilsaxneskunni, þetta er allt á góðri leið:-)
Svo er stefnan að fara að negla og planleggja ferð til NYC. Það á víst að vera möguleiki að redda þokkalega ódýrum flugmiðum þangað í febrúar og þá er bara að finna dísent gistingu á Manhattan og fara að hlakka til:-) Já, og ef eitthvað verður tekið með í þá borgarferð þá verður það sko regnhlífarkerra fyrir Þorvald Örn þar sem ég sé fram á massívt stroll um göturnar og hans fjöggra ára fætur eru ekki að nenna slíku ef ég þekki þær rétt...;-)

Þetta er nú svona það helsta það sem á síðustu dagana hérna dreif. Endilega sendið mér línu ef þið hafið e-ð merkilegt eða ómerkilegt að segja:-)
Hafið það gott öll sömul,
Kveðjur að vestan
Magga&Þorvaldar