Wednesday, January 21, 2009

Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang

Þá eru komnar 3 vikur hér í Kanada og nokkurn veginn hægt að fara að tala um rútínu á heimilisfólki. Aðlögun Þorvaldar Arnar í skólanum er reyndar ennþá í gangi, við mættum í gær og förum aftur á morgun. Gærdagurinn gekk fínt, hann hefur reyndar ekki mikla þolinmæði þegar það eru tímar þar sem á að hlusta og sitja kyrr…en leiktímarnir úti og inni gengu vel. Ég er því bara býsna bjartsýn á þetta allt saman:-) Svo var keypt snjóþota á heimilið og hún stendur sig vel í hlutverki heimilisbílsins og er notuð til flutninga á barni, mat og töskum, alveg heilmikill munur. Hún svínvirkar líka sem snjóþota, við stórbætum millitímann í hvert skipti sem við brunum niður þessu fínu brekku sem er rétt við skólann (og er reyndar göngustígur líka...;-)

Við fundum bókasafnið í ca 1km fjarlægð héðan. Lítið útibú, minna en í Borgó reyndar-en þjónar sínu hlutverki og barnadeildin er alveg sérstaklega góð. Við mægðinin röltum þangað í dag og komum klifjuð heim. Öll útlán, bæði á bókum og dvd myndum eru ókeypis svo lengi sem maður bara býr í Guelph. Og þetta nýtum við okkur óspart og tökum fullt af bókum. Svo reyni ég að lesa Franklín skjaldböku og Litlu Snillingana á ensku og þýða jafnóðum yfir og vona að það skili sér í aukinni enskukunnáttu guttans. Og af því að hér er ekkert sjónvarp (sem venst býsna vel) þá flutu nokkrar dvd myndir með heim líka til að kíkja á í tölvunni á kvöldin. Úrvalið er bara gott, eiginlega frekar gamalt og gott;-) Ég tók t.d. The Road to Avonlea, ef e-r (væntanlega kvenkyns) man eftir þeim þáttum síðan…vá…alveg 1995 eða 96 minnir mig. Gaman að rifja það upp, á að gerast að mig minnir hérna í Kanada.

Um helgina er svo planið að leigja bíl og fara og skoða Niagra-fossana sem eru hérna rétt hjá. Örugglega gaman að því. Og svo ég tala aðeins meira um ferðaplön þá er ferð til NYC á dagskrá í febrúar!! Mig langar rosalega mikið til að skoða þá borg og hún er ekki það langt í burtu (amk ekki ef maður hugsar eins og flugvél…) og við ætlum að grípa tækifærið og kíkja þangað. Svo er jafnvel stefnan að skoða Toronto í mars, apríl er óráðinn en tvær vikur í maí fara í pjúra ferðalög.

Takk annars kærlega fyrir kommentin, það eru nokkrir sem hafa talað um að kommentakerfið sé ekki að standa sig sem slíkt en ég hef bara ekki hugmynd af hverju…þannig að endilega þeir sem geta kommentað þeir geri það af miklum móð-hinum er meira en velkomið að senda mér línu í pósti í staðinn:-)Alltaf gaman að heyra að heiman (þótt það virðist ríkja skálmöld á Íslandi núna, amk á Austurvelli…mér datt nú bara Flóabardagi í hug þegar ég heyrði um þetta grjótkast...).
Allaveganna, þá vona ég að þið hafið það öll sömul gott til sjávar og sveita.

Bestu kveðjur frá Kanada í bili,
Magga&Þorvaldar

Ps Ennþá kalt-en við höndlum það (vorum svo svöl fyrir hehehe)

8 comments:

  1. Sæl ég fann út úr þessu kommentakerfi hérna, maður bara velur að kommenta á google account og ef maður er ekki með svoleiðis (eins og var einmitt vandamálið hjá mér) þá bara stofnar maður svoleiðis, kostar ekkert og maður þarf bara að velja sér lykilorð, mjög einfalt og alveg þess virði svo maður geti nú kommentað..
    knús til kanada

    ReplyDelete
  2. Þú ert alltaf sami snillinn Berglind, takk fyrir þetta;-) Hlakka til að fá fleiri komment frá þér, gangi þér vel í vinnunni (og verkefninu-sem er að sjálfsögðu líka vinna en ekki hvað...?) Bið að heilsa köllunum þínum,
    Magga

    ReplyDelete
  3. Sæl, Berglind klikkar ekki og gat kennt mér að kommenta líka :) Þannig að nú verð ég að kvitta við hverja færslu :)
    Hafið það sem allra best úti, örugglega gaman að skoða Niagra fossanna (dettur alltaf í hug viagra, veit ekki afhverju)
    Bestu kveðjur
    Þorbjörg Helga og Hákon biður að heilsa einnig :)

    ReplyDelete
  4. Hó Hó:-)gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur. En vittu til þegar sólin hækkar á lofti þá getur hitinn líka farið upp í 30 gráður:-) Ég var einmitt í Canada seinnipart sumars og fram á haust og brann nú svona skemmtilega. (hvíta-hvíta var nær dauða en lífi að bruna)
    Annars er ég bara hress í mínu grasekkju standi og ætla að taka inn þrjú til fjögur hross um helgina:-) Þannig að þá verður það vinnan, ræktin og hestamennskan:-)Tek þá trúlega lítið eftir því að ég sakni hans Bjarna míns.
    ...en annað, ég er að skrifa fréttabréf fyrir HSS þessa stundina og þar er ég nú að fara auglýsa Huginn frá Haga:-) Mig vantar svo mynd af honum, helst í reið, á ekki Þrovaldur einhverjar myndir eða getur vísað mér á?:-)

    Rigningar og hálku kveðjur úr Skagafirðinum:-)
    Steinunn Anna

    ReplyDelete
  5. Hæ elsku Magga mín.
    Frábært framtak hjá þér frænka, get nú ekki sagt annað. Fínt að hafa eitthvað að grípa í svona inná milli heimakennslunnar *haha* sem á, skv. textanum, eftir að bæta nokkrum gráum hárum á kollinn innan skamms :) Guð hvað ég man eftir þessum þáttum, mér fannst þeir æðislegir. Man meira að segja nöfnin á helstu skvísunum *roðn* Það verður allavega meiriháttar að geta kúrt fyrir framan tölvuna með kakóbolla í hönd á meðan frostið bítur glugga og grund. Þetta ferðaplan ykkar hljómar að sjálfsögðu himneskt og ég öfunda ykkur bara alls ekki neitt *hóst* Væri svo til í að geta kíkt í heimsókn til ykkar og dúllað mér í útlöndum. Verst að fæðingarorlofinu er lokið og vinnustússið byrjað aftur. Veitir kannski ekki af í þessu ástandi hér á klakanum. En pabbi var öflugur á Austurvelli og stóð sig sem sannur íslendingur :) Klikkar ekki :) Við erum öll spræk hérna austur í afdölum. Þorrablótið annað kvöld og mikil stemning í kringum það. Við hjónaleysin mætum galvösk sem fyrridaginn og ætlum að skemmta okkur vel. Þórdís stækkar og stækkar og er ansi vel farin að taka eftir í umhverfinu. Nú á hún það til að svara manni: "Nei, því miður" ef við biðjum hana um að gera eitthvað en þetta er eitthvað sem við segjum oft og iðulega við hana :) Kári er farinn að standa upp, aðeins 8 mán. og skríður hér um allt hús eins og herforingi. Rökræðir á háu nótunum við dótið sitt og er alltaf jafn heimtufrekur á mömmu sína - litla elskan :)
    Jæja, nógu langur er pistillinn orðinn, þ.e.a.s. ef þú hefur haft þolinmæði til þess að lesa allaleið hingað niður *híhí* Nú verð ég fastur gestur á síðunni og krefst auðvitað reglulegra pistla frá ykkur fjölskyldunni :) Bið kærlega að heilsa bónda og barni og sendi kossa og knús frá okkur fjölskyldunni hérna á Höfn. Hlakka til að lesa meira, kiss kiss frá Eyrúnu frænku :*

    ReplyDelete
  6. Mikið rosalega er gaman að heyra frá ykkur öllum:D -svona á að kommenta!!vá, ég verð greinilega að girða mig í brók og halda mér að verki við að blogga hér inn&ekki málið fyrst e-r nennir að lesa og kommenta svona skemmtilega!!
    -Á morgun ætlum við að vakna snemma og ná í bílaleigubílinn sem ætlum að transporterast í til Niagra (Þorbjörg, nú á mér alltaf eftir að detta Viagra í hug þegar ég tala um þetta hehehe;-) Ég hlakka bara til, verður gaman að taka smá rúnt. Hey, Steinunn, varðandi myndina þá er Þorvaldur að leita, ef hann finnur enga af aðalgaurnum þá má kannski nýta e-ar góðar af efnilegum afkvæmum hans...? Verðum í sb með það.
    Bið svo alveg rosalega vel að heilsa ykkur öllum&hlakka til að heyra meira frá ykkur:-)
    -Vona að helgin verði góð, Eyrún og Berglind, og fleiri sem eruð að fara á blót um helgina, þið borðið extra mikinn þorramat og dansið af ykkur skóna fyrir mig, ég treysti á ykkur;-)!!
    Knús að vestan á línuna,
    Magga

    ReplyDelete
  7. Halló halló!
    Þórunn Edda sagði okkur frá þessu bloggi, gaman að geta fylgst með ykkur :) Gott að ykkur líst vel á þetta, væri sko alveg til í að geta rúntað þarna um og skoðað. Geri það bara seinna.

    Man sko eftir þáttunum "Road to Avonlea", yndislegir alveg hreint :)

    Ein pæling í lokin...ef þetta eru "Viagra" fossar, ættu þeir þá ekki að streyma upp í móti?? Bara að spögglera ;)

    Hlakka til að lesa meira...

    Kveðja til ykkar allra frá okkur í 10a

    ReplyDelete
  8. Hæhæ nafna og gaman að heyra frá þér (og fyndnum fossapælingum..hehe;-)
    Ég frétti að þú hefðir fengið sæti mitt í Fræðsluráði og veit að þú stendur þig vel í því. Hlakka sömuleiðis að heyra meira frá þér og bið rosa vel að heilsa í bæinn þinn.
    Stuðkveðjur héðan frá okkur til ykkra allra,
    Magga

    ReplyDelete