Friday, January 16, 2009

Kalt-kaldara-kaldast

Þá er kominn föstudagur og helgin framundan. Síðan ég bloggaði síðast (sem var jafnframt þegar ég bloggaði fyrst) þá hefur lífið bara gengið bærilega hér í kuldanum. Sem er reyndar pent orð yfir þetta veður sem er hérna og er fremur mannfjandsamlegt. Ég taldi mig nú þekkja kulda utandyra ágætlega, borin og barnfædd á mínu frábæra annesi í nokkurn veginn beinni sjónlínu við Norðurpólinn. En eftir tilraunir mínar til reka hér út mitt norðlenska nef þá efast ég um kuldaþol mitt og minn stórkarlalega hlátur..ehemm. Ég hef t.d. reynt að skokka hérna nú í nokkur skipti og fram til þessa gengið bara ágætlega. Dressaði mig svo upp áðan í ullarnærföt og lopapeysu, með trefil og tvenna vettlinga og ætlaði aldeilis að massa þetta asnalega veður og taka einn góðan hring. Komst reyndar aðeins minni útgáfu af þeim hring sem ég hef tekið hingað til en mikið svakalega var mér kalt! Ef þið hafið séð Tomma&Jenna þáttinn þegar Tommi hendir Jenna út í snjóinn og tekur hann svo inn aftur með krumpað skott og helbláan þá var það nokkurn veginn þannig sem mér leið (mínus skottið). Veðurlýsingin talar um -18°C frost, sem ”feels likes -28°C” væntanlega út af því að samhliða er 71% raki og vindkæling...brrr...
En ekkert kvart hér, maður fær sér bara heitt kakó og hefur það kósí á meðan þetta varir.
Ég veit annars ekki hvort það var kuldinn eða hvað en Þorvaldur Örn varð lasinn í gær. Við vöknuðum extra snemma af því hann átti að byrja í skólanum. Svo gat minn ekki klárað morgunmatinn sinn, sem mér fannst pínu skrýtið því venjulega borðar hann manna mest. En áfram var haldið og við mæðginin löbbuðum í skólann í skítakulda. Þar varð hann fljótlega alveg ómögulegur, hékk bara á mér og vildi ekkert gera. Ég hélt kannski að þetta væri bara mótþrói og kvíði útaf skólanum en svo leit ég á krakkann og allt í einu kveikti ég á perunni-hann var að verða lasinn. Í stuttu máli þá voru þetta ekki skemmtilegar 2 klst í þessum skóla (sem mér líst reyndar annars alveg prýðilega á, fullt af skemmtilegum hlutum sem verið er að gera með krökkum þarna). Alltaf dró meira og meira af mínum manni og hann var orðinn heitur á enninu og ískaldur á höndunum þegar við fórum. Og þá sá ég fram á labb heim í títtnefndum ískulda, með strákinn sem stóð varla undir sjálfum sér plús töskur...en haldiði að ég sjái þá ekki eitt stykki Taxa í íbúðargötunni við skólann og ég dröslaði barninu yfir götuna og að bílnum og höslaði okkur far heim. Góðhjartaða konan sem keyrði hefur örugglega unnið í lottóinu í gær ef karma virkar. En Þorvaldur Örn fór beint í bólið og var svo með yfir 40 stiga hita í gærkvöldi. Hann var samt sem betur fer hitalaus í dag og þetta er vonandi að rjátlast af honum.
Læt þetta duga í bili. Á helgarplaninu er ekkert sérstakt, en ætli það fari ekki eftir heilsu- og veðurfari hvað verður gert.

Kveð í bili (stefnan er svo að setja hér inn e-ar myndir, e-n tímann...)
Magga&Þorvaldar

4 comments:

  1. Hahaha ja thetta hljomar nu alveg akkurat a hinum endanum a skalanum midad vid okkur herna i Astraliunni - for yfir 40 stigin a fimmtudaginn sidasta og svo spad hatt i 40 stig aftur i naestu viku! Thannig ad her er varla haegt ad vera i meiru en stuttbuxum og hlirabol ;)
    Knus til ykkar allra xoxo

    ReplyDelete
  2. Hmmm eitthvad skritid herna...mitt nafn atti ad koma upp en ekki "chezposs". Aej skil ekki alltaf tolvur en thetta var sem sagt eg, erla, en tu hefur liklega fattad tad:)

    ReplyDelete
  3. Þú ert alveg að standa þig í blogginu.
    Þegar þú sérð þetta hefur mér tekist að kommenta. jey
    kv Berglind

    ReplyDelete
  4. Sæl, gaman að lesa blogg :)
    Vona að þið hafið það sem allra best þarna úti.

    kv Þorbjörg Helga og Hákon biður að heilsa

    ReplyDelete