Sunday, April 19, 2009

Bless bless Guelph!

Jæja!! Þá er hann runninn upp og eiginlega að verða um garð genginn; síðasti dagurinn okkar hérna í Guelph! Helgin fór í þrif og niðurpakkningar og meiri þrif og meiri niðurpakkningar og mig langar að spyrja: Veit e-r hvaðan allt þetta dót kemur?! Núna sit ég hérna á stofugólfinu, umkringd ferðatöskum, sem eru svo gjörsamlega stöppufullar að ég krossa fingur og tær og vona bara að allir rennilásar haldi (svo ekki sé nú minnst á yfirvigtaráhyggjur-en þær koma þó ekki strax af fullum krafti;-) Nei, í alvöru þá finnst mér við ekki hafa verið að versla neitt svakalega mikið hér, ég keypti aðeins af fötum á Þorvald Örn þegar gengið var hagstætt og það er nú trúlega það helsta. Smá af fötum á okkur og smá minjagripir-og samt, belgfullar töskur horfa nú á mig úr öllum áttum...uss uss...
En það breytir ekki því að við erum búin að klára vistina hér í þessum bæ og nú tekur smá flakk við áður en heim verður snúið. Morgundagurinn verður vissulega strembinn, leigubíll-rúta1-rúta2-bílaleigubíll og hátt í 5 tíma keyrsla áður en áð verður í Ottawa. En ég hlakka bara til, er viss um að þetta verður rosa fjör:-) Ferðalög eru svoooooo skemmtileg.
Ég ætla að reyna að setja hér e-ar færslur svona við og við og láta heyra í mér en núna hef ég ekki meiri bloggtíma af því við verðum víst að klára fráganginn, það verður ræs árla í bítið á morgun;-)
-Gangi ykkur öllum vel í öllu ykkar brasi, ég sendi bestu kveðjur frá Guelph -trúlega í síðasta sinn:-)
Heyrumst síðar,
Magga&Þorvaldarnir kveðja í brjáluðu ferðastuði

1 comment:

  1. Hafið það gott í þessu ferðalagi ykkar, örugglega mjög skemmtilegt :)

    kv Þorbjörg Helga

    ReplyDelete